Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar í gær var samþykkt að senda svohljóðandi kveðju til félaga okkar í Stéttarfélaginu Samstöðu og íbúa á Blönduósi:
„Framsýn stéttarfélag sendir félagsmönnum Stéttarfélagsins Samstöðu og íbúum Blönduóss, Húnabyggðar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda hlýjar hugsanir, kærleik og styrk eftir þá voveiflegu atburði sem áttu sér stað á Blönduósi um síðustu helgi. Hugur félagsmanna Framsýnar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum.“