Vetrarstarfið að hefjast hjá Framsýn

Vetrarstarf Framsýnar stéttarfélags hefst næsta mánudag, 22. ágúst, með fundi í fundarsal stéttarfélaganna. Stjórn félagsins, trúnaðarráð, samninganefnd félagsins og stjórn Framsýnar ung hafa fengið fundarboð. Kjaramál og komandi kjaraviðræður verða ráðandi á fundinum auk þess sem reikna má með miklum umræðum um stöðuna í hreyfingunni nú þegar þing ASÍ er framundan. Annars er dagskráin nokkuð löng enda fylgir öflugu starfi á vegum félagsins að þurfa að taka mörg mál fyrir.

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Inntaka nýrra félaga
  3. Kjaramál
  4. Málefni ASÍ
    1. Afsögn forseta sambandsins
    2. Umræða um starfsemi sambandsins
    3. Komandi þing sambandsins
  5. Kjör fulltrúa á þing ASÍ
  6. Kjör fulltrúa á þing AN
  7. Þing Sjómannasambands Íslands
  8. Ungliðaráð Framsýnar
  9. Tækjabúnaður í fundarsal stéttarfélaganna
  10. Húsnæðismál starfsmanna í ferðaþjónustu
  11. Framganga SFS varðandi launakjör fiskvinnslufólks
  12. PCC-bónusmál
  13. Sumarferð stéttarfélaganna
  14. Vinnustaðaeftirlit
  15. Lagfæringar á fundarsal
  16. Heimsókn frá SSNE
  17. Ályktanir milli funda
  18. Önnur mál

Að venju getur dagskrá fundarins tekið breytingum fram að fundi.

 

Deila á