Óhætt er að segja að heimasíða stéttarfélaganna standi vaktina um helgar meðan hefðbundinn starfsemi félaganna liggur niðri. Samkvæmt vefmælingu fóru 829 gestir inn á heimasíðuna síðasta laugardag til að leita upplýsa og/eða skoða fréttir á síðunni sem er töluverður fjöldi. Heldur færri fóru inn á hana í gær, sunnudag. Í heildina fóru vel yfir 1000 manns inn á síðuna um helgina. Heimasíðan var nýlega tekin í gegn og hvað varðar hefðbundnar upplýsingar um réttindi og skyldur félagsmanna stéttarfélaganna eru þær orðnar mjög aðgengilegar almennum félagsmönnum og atvinnurekendum reyndar líka. Hafi félagsmenn ábendingar varðandi heimasíðuna er þeim velkomið að senda þær á netfangið kuti@framsyn.is