Gott samstarf innsiglað

Formenn og varaformenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar funduðu á dögunum á Þórshöfn um áframhaldandi samstarf að verkalýðsmálum sem verið hefur til mikillar fyrirmyndar. Fundurinn fór vel fram. Mikill áhugi er innan beggja  félaga að viðhalda því góða samstarfi sem verið hefur meðal félaganna undanfarin ár. Til fróðleiks má geta þess að Aneta Potrykus var kosin formaður VÞ á aðalfundi félagsins í vor. Aneta, sem er pólsk að uppruna, hefur búið ásamt fjölskyldu minni á Íslandi í 14 ár og er í dag búsett á Þórshöfn ásamt eiginmanni sínum og sex börnum. Aneta tók að fullu við rekstri skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar í júní 2019. Hún er BS-próf í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu frá háskólanum í Lodz í Póllandi. Aneta starfaði áður hjá Sparisjóði Þórshafnar og hjá Landsbankanum á Þórshöfn en hún hefur einnig unnið við ýmis afgreiðslustörf í gegnum tíðina. Með henni á myndinni eru Aðalsteinn Árni og Ósk Helgadóttir frá Framsýn og Svala Sævarsdóttir frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar.

Deila á