SSNE óskar eftir góðu samstarfi

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir nýráðin framkvæmdastjóri SSNE leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgina. Tilefnið var að funda óformlega með formanni Framsýnar um málefni Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE. Samtökin urðu til við sameiningu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings. Eins og kunnugt er gerði Framsýn alvarlegar athugasemdir við sameininguna sem félagið taldi ekki vera til hagsbóta fyrir Þingeyinga. Sú afstaða hefur ekki breyst enda var starfsemi Atvinnuþrónarfélags Þingeyinga öflug fyrir sameininguna. Á fundinum kom fram fullur vilji til að vinna saman að hagmunamálum svæðisins er tengist atvinnu- og byggðamálum. Nokkrar hugmyndir þess efnis voru til umræðu sem ákveðið var að þróa frekar.

Deila á