Stéttarfélög vilja reglur um hámarkshita sem má vinna í utandyra

Ekki síst í ljósi veðurfarsins sem verið hefur verið á Íslandi í sumar, sem hefur reyndar verið ömurlegt, er áhugavert að lesa frétt á dv.is um kröfur erlendra stéttarfélaga um hámarkshita við vinnu.

Evrópsk stéttarfélög hvetja Framkvæmdastjórn ESB til að setja reglur um hámarkshita sem fólk má vinna í utandyra. Hvatning stéttarfélaganna kemur eftir að þrír verkamenn létust við störf í Madrid í nýafstaðinni hitabylgju. Nú þegar er löggjöf í gildi í nokkrum ESB-ríkjum sem takmarkar vinnu fólks í miklum hita en mikill munur er á við hvaða hitastig er miðað. Samkvæmt rannsókn greiningarstofnunarinnar Eurofound vinna 23% allra verkamanna í ESB í miklum hita í um fjórðung af vinnutíma sínum. Í landbúnaði er hlutfallið 36% og í byggingarvinnu 38%.

Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl hás hita og krónískra þjáninga sem og aukinnar hættu á vinnuslysum.

Claes-Mikael Stahl, vararitari samtaka evrópskra stéttarfélaga (ETUC), segir að verkamenn séu í framlínu loftslagsbreytinganna dag hvern og þeir hafi þörf fyrir vernd sem passi við þá vaxandi hættu sem öfgahitar valdi.

Væntanlega er langt í það að íslensk verkalýðshreyfing telji ástæðu til að taka undir með félögum sínum í Evrópu um að settar verði reglur um vinnu þeirra sem vinna utan dyra í miklum hita.

Deila á