Mesta aukningin til Húsavíkur

Samkvæmt frétt Vikublaðsins fjölgaði flugfarþegum mest um Húsavíkurflugvöll milli ára sé miðað við flugvelli á Norðurlandi. Fram kemur að í júní hafi flugfarþegum um Húsavíkurflugvöll fjölgað um 48%,  um Akureyri 44%, um  Grímseyjarflugvöll um 43% og að endingu hafi aukningin um Þórshafnarflugvöll verið 39%. Að sjálfsögðu eru þetta ánægjulegar fréttir fyrir Norðurland, ekki síst Húsavík. Framsýn kemur að því að bjóða félagsmönnum upp á ódýr flugfargjöld milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Mikil ánægja er með þetta framtak Framsýnar og kunna félagsmenn vel að meta aðkomu félagsins að því að tryggja flug um Húsavíkurflugvöll.

Deila á