Fundað með landvörðum

Formaður Framsýnar gerði sér ferð í Gljúfrastofu í gær til að funda með starfsmönnum þjóðgarðsins. Um þessar mundir standa yfir viðræður milli Starfsgreinasambands Íslands og Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar og Þingvalla um gerð stofnanasamnings. Unnið hefur verið að því að endurnýja samninginn. Samningurinn nær til yfirlandvarða, landvaraða, þjónustufulltrúa og verkamanna. Næsti fundur aðila hefur verið boðaður í september. Á meðfylgjandi mynd er trúnaðarmaður starfsmanna, Kolbrún Matthíasdóttir með Einari Inga Einarssyni sem er einn af starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Hópur starfsmanna starfar í þjóðgarðinum yfir sumarið.

Deila á