Segir kerfið hafa sigrað fólkið í landinu

Aðal­steinn Árni Baldurs­son, for­maður stéttar­fé­lagsins Fram­sýnar, segir að ítök stóru sjávar­út­vegs­fyrir­tækjanna og sam­band þeirra við ráðandi öfl í stjórn­mála­lífinu fylli hann von­leysi. Hann sjái ekki betur en að kerfið hafi sigrað fólkið í landinu.

Upp­kaup Síldar­vinnslunnar á Vísi í Grinda­vík hafa valdið miklum kurr. Óttast Suður­nesja­menn nú að störf í héraði tengd veiðum og vinnslu hverfi burt. Aðal­steinn minnir á að fyrir tuttugu árum hafi Vísir keypt 45 prósenta hlut í sjávar­út­vegs­geiranum á Húsa­vík. Öllu fögru hafi verið lofað um að störfum á Húsa­vík yrði fjölgað fremur en hitt. Á annað hundrað manns hafi þá starfað við land­vinnslu.

SJÁ EINNIG

Margir von­góðir í Grinda­vík en sumir reikna nú með því versta

Tíu árum síðar hafi fisk­vinnslu­fólki á Húsa­vík verið til­kynnt að það gæti annað hvort tekið pokann sinn eða flust nauðungar­flutningum með strætó suður með sjó. Sjávar­út­vegur á Húsa­vík hafi ekki borið sitt barr eftir yfir­ráð Vísis, enda hafi al­menningur sí­fellt minna og minna um það að segja hvernig störfum í sjávar­út­vegi sé háttað.

„Kerfið er ó­nýtt. Maður fyllist eigin­lega von­leysi,“ segir Aðal­steinn.

Þá gagn­rýnir Aðal­steinn að sami stjórn­mála­maður og áður hafi gagn­rýnt til­færslu á afla­heimildum frá Suður­nesjum selji nú sjálfur sinn hlut í Vísi og hagnist um marga milljarða. Á hann þar við Pál Jóhann Páls­son, fyrr­verandi þing­mann Fram­sóknar­flokksins og bæjar­full­trúa. Páll og eigin­kona hans, Guð­munda Kristjáns­dóttir, fá á fjórða milljarð króna í eigin vasa fyrir söluna til Síldar­vinnslunnar sem er að hluta í eigu Sam­herja.

Rætt var við Aðal­stein á Húsa­vík á sjón­varps­stöðinni Hring­braut í kvöld.

n að sami stjórn­mála­maður og áður hafi gagn­rýnt til­færslu á afla­heimildum frá Suður­nesjum selji nú sjálfur sinn hlut í Vísi og hagnist um marga milljarða. Á hann þar við Pál Jóhann Páls­son, fyrr­verandi þing­mann Fram­sóknar­flokksins og bæjar­full­trúa. Páll og eigin­kona hans, Guð­munda Kristjáns­dóttir, fá á fjórða milljarð króna í eigin vasa fyrir söluna til Síldar­vinnslunnar sem er að hluta í eigu Sam­herja.

Rætt var við Aðal­stein á Húsa­vík á sjón­varps­stöðinni Hring­braut í gærkvöldi.

 

Deila á