Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar, segir að ítök stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og samband þeirra við ráðandi öfl í stjórnmálalífinu fylli hann vonleysi. Hann sjái ekki betur en að kerfið hafi sigrað fólkið í landinu.
Uppkaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík hafa valdið miklum kurr. Óttast Suðurnesjamenn nú að störf í héraði tengd veiðum og vinnslu hverfi burt. Aðalsteinn minnir á að fyrir tuttugu árum hafi Vísir keypt 45 prósenta hlut í sjávarútvegsgeiranum á Húsavík. Öllu fögru hafi verið lofað um að störfum á Húsavík yrði fjölgað fremur en hitt. Á annað hundrað manns hafi þá starfað við landvinnslu.
Margir vongóðir í Grindavík en sumir reikna nú með því versta
Tíu árum síðar hafi fiskvinnslufólki á Húsavík verið tilkynnt að það gæti annað hvort tekið pokann sinn eða flust nauðungarflutningum með strætó suður með sjó. Sjávarútvegur á Húsavík hafi ekki borið sitt barr eftir yfirráð Vísis, enda hafi almenningur sífellt minna og minna um það að segja hvernig störfum í sjávarútvegi sé háttað.
„Kerfið er ónýtt. Maður fyllist eiginlega vonleysi,“ segir Aðalsteinn.
Þá gagnrýnir Aðalsteinn að sami stjórnmálamaður og áður hafi gagnrýnt tilfærslu á aflaheimildum frá Suðurnesjum selji nú sjálfur sinn hlut í Vísi og hagnist um marga milljarða. Á hann þar við Pál Jóhann Pálsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins og bæjarfulltrúa. Páll og eiginkona hans, Guðmunda Kristjánsdóttir, fá á fjórða milljarð króna í eigin vasa fyrir söluna til Síldarvinnslunnar sem er að hluta í eigu Samherja.
Rætt var við Aðalstein á Húsavík á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld.
n að sami stjórnmálamaður og áður hafi gagnrýnt tilfærslu á aflaheimildum frá Suðurnesjum selji nú sjálfur sinn hlut í Vísi og hagnist um marga milljarða. Á hann þar við Pál Jóhann Pálsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins og bæjarfulltrúa. Páll og eiginkona hans, Guðmunda Kristjánsdóttir, fá á fjórða milljarð króna í eigin vasa fyrir söluna til Síldarvinnslunnar sem er að hluta í eigu Samherja.
Rætt var við Aðalstein á Húsavík á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi.