Mikilvægt að skoða yfirlit og launaseðla

Full ástæða er til að hvetja launafólk til að skoða launaseðlana sína vel sem í flestum tilvikum eru orðnir rafrænir sem og yfirlit um séreignasparnað. Því miður hefur borið á því að launaseðlar séu rangir, atvinnurekendur gleymi t.d. að nýta persónuafslátt viðkomandi starfsmanna, gleymi að hækka orlofsprósentuna og starfsmenn séu á vitlausum launum. Þá hefur einnig borið á því að kjarasamningsbundnum séreignasparnaði sé ekki að skilað til vörsluaðila sem í flestum tilfellum eru lífeyrissjóðir og/eða fjármálastofnanir. Því er full ástæða til að hvetja félagsmenn stéttarfélaganna til að yfirfara sína launaseðla reglulega enda ekki síður á þeirra ábyrgð að tryggja að hlutirnir séu í lagi þar sem oftast er um að ræða mistök hjá viðkomandi fyrirtækjum.

Deila á