Flugmiðar bara fyrir félagsmenn

Rétt er að ítreka að flugmiðar á sérkjörum stéttarfélaganna; Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur með flugfélaginu Erni eru einungis til einkanota fyrir félagsmenn. Flugmiðarnir eru ekki fyrir aðra fjölskyldumeðlimi sem ekki eru í stéttarfélögunum. Sama á við um, þurfi menn að ferðast á vegum fyrirtækja eða stofnana. Verði félagsmenn uppvísir af því að misnota flugmiðana fellur réttur þeirra niður til frekari kaupa á flugmiðum á sérkjörum stéttarfélaganna.

Deila á