Sumarferð stéttarfélaganna -Skráning stendur yfir-

Sumarferð stéttarfélaganna í ár verður farin laugardaginn 20. ágúst. Farið verður með rútu frá Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík kl. 09:00 og komið heim aftur síðdegis sama dag. Á leiðinni verða þeir teknir upp í rútuna sem það vilja.

Að þessu sinni verður boðið upp á  göngu- og sögu ferð í Bárðardal sem tekur um þrjá tíma. Um er að ræða ferð með Skjálfandafljóti undir leiðsögn Guðrúnar Tryggvadóttur. Gengið verður frá bílastæði skammt innan við Stórutungu og þaðan rölt eftir þægilegri slóð út í  Aldey, eftir henni upp að Aldeyjarfossi og Ingvararfossum. Farið til baka merkta leið sem liggur eftir gömlum, vel grónum farvegi fljótsins og  er einstaklega falleg. Sannkölluð ævintýraferð um sérstæða náttúruperlu, þar sem farið verður til að njóta. Að venju verður grillað í lok ferðar, að öðru leiti þurfa menn að nesta sig sjálfir. Um er að ræða fremur auðvelda gönguleið sem ætti að vera við flestra hæfi. Þátttökugjaldið er kr. 5.000,- fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Skráning í ferðina er hafin og stendur til 12. ágúst á Skrifstofu stéttarfélaganna, þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um ferðina.

Varðandi skráninguna er hægt að skrá sig í síma 4646600 eða með því að senda skilaboð á netfangið kuti@framsyn.is.

Deila á