Áhugavert – Verkalýðsskóli

Verkalýðsskólinn er þriggja daga námskeið sem haldið verður á Bifröst dagana 2.-4. september 2022. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á framsögn og örugga tjáningu, sögu verkalýðshreyfingarinnar, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, kjarasamninga, fundarstjórn og samningatækni.

Þátttakendur njóta samveru í umhverfi Bifrastar, en boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir á svæðinu og sameiginlega matartíma á Hótel Bifröst.

Þátttakendur geta bókað sig á námskeiðið með eða án gistingar og veitinga. Námskeiðið hefst kl. 10 á föstudagsmorgni og því lýkur seinnipart á sunnudegi.

Námskeiðið er skipulagt í samstarfi við Háskólann á Bifröst.

Fyrir hverja
Námskeiðið er samtals 21 klukkustund og er opið öllum. Það er sniðið sérstaklega að þeim sem eru áhugasamir um kjarabaráttu og störf verkalýðsfélaga, til dæmis trúnaðarmönnum og þeim sem koma að kjaraviðræðum.

Þátttökugjald
Heildargjald er kr. 98.800, sem skiptist í námskeiðsgjald kr. 49.800 og gistingu og mat á kr. 49.000).

Snemmskráningargjald er kr. 93.800.

Kennarar
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Sigríður Arnardóttir, kennari í framsögn og öruggri tjáningu við Háskólann á Bifröst, Halldór Oddsson, lögfræðingur ASÍ, Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari og Viktor Ómarsson.

Styrkir
Við hvetjum þátttakendur til að kanna rétt sinn á styrk úr sínum fræðslusjóði.

Umsóknarfrestur
Snemmskráning er til 15. júní, en opið er fyrir skráningu til 19. ágúst.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is.

Skorað er á félagsmenn stéttarfélaganna, Framsýnar, STH og Þingiðnar að taka þátt í þessum áhugaverða þriggja daga skóla. Góðir styrkir í boði fyrir áhugasama. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Deila á