Best að vera í Framsýn – 21 milljón í fræðslustyrki

Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2021 fengu 305 félagsmenn greiddar kr. 21.959.258,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala fyrir árið 2020 var kr. 19.583.452,-. Í heildina voru 6 styrkir greiddir úr Fræðslusjóði Framsýnar á árinu 2021, samtals kr. 467.625,-. Samtals fengu félagsmenn því greiddar kr. 21.959.258,- í námsstyrki á árinu 2021.

Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sbr. ákvæði þar um í kjarasamningum.

Almennir félagsmenn eiga rétt á kr. 130.000,-  námsstyrk á ári í gegnum kjarasamningsbunda fræðslusjóði.

Noti félagsmenn ekki árlegan kjarasamningsbundinn rétt í þrjú ár þrefaldast rétturinní í kr. 390.000,-.

Að sjálfsögðu toppar Framsýn allt þar sem félagið greiðir félagsmönnum til viðbótar kr. 100.000,- úr eigin sjóði. Það gerist ekki betra hjá öðrum félögum, svo einfallt er það.

Eða eins og verkamaðurinn sagði, Það er einfaldlega best að vera í Framsýn!

Deila á