Framsýn og Þingiðn hafa ákveðið að taka þátt í kaupum á meðferðarstól fyrir þá sem þurfa að fara í krabbameinsmeðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Frá þessu var sagt á aðalfundum félaganna sem fram fóru í vikunni. Því miður greinast alltof margir félagsmenn stéttarfélaganna með krabbamein á hverju ári og þurfa því að gangast undir lyfjameðferðir. Þar koma þessir meðferðarstólar að góðum notum.