Gengið frá stofnanasamningi við Skógræktina

Rétt í þessu undirrituðu fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands og Skógræktarinnar undir nýjan stofnanasamning sem byggir á gildandi kjarasamningi aðila frá 1. apríl 2019. Formenn Afls, starfsgreinafélags og Framsýnar stéttarfélags fóru fyrir samningnum fh. aðildarfélaga SGS. Nokkrar breytingar voru gerðar á samningnum auk þess sem öllum starfsmönnum var varpað inn í nýja launatöflu sem tók gildi á samningstímanum. Nýi stofnanasamningurinn er þegar kominn inn á heimasíðu stéttarfélaganna framsyn.is

Deila á