Fjölmenni í félagskaffi Framsýnar á Raufarhöfn

Hefð er fyrir því að Framsýn bjóði íbúum Raufarhafnar og nágrennis í kaffi og meðlæti föstudaginn fyrir Sjómannadaginn. Síðasta föstudag var komið að því að bjóða til veislu sem gekk afar vel þar sem tæplega hundrað manns þáðu boðið. Á staðnum voru formaður Framsýnar og stjórnarmenn sem tóku vel á móti fólkinu og spjölluðu við það auk þess að þjóna þeim til borðs.

Deila á