Heiðrun sjómanna í Hlyn

Að venju sér Sjómannadeild Framsýnar um heiðrun sjómanna á Sjómannadaginn á Húsavík sem er á morgun sunnudag. Í ár verða tvær hetjur hafsins heiðraðir fyrir vel unnin störf til fjölda ára til sjós. Heiðrunin fer fram í sjómannadagskaffinu í Hlyn, það er í félagsaðstöðu eldri borgara að Garðarsbraut 44. Heiðrunin sjálf fer fram kl. 15:00 en húsið opnar kl. 14:00 fyrir kaffiveitingar, sjá frekar auglýsingu í Skránni.

 

Deila á