Greiðslur til fólks í fæðingarorlofi 2022

Mik­il gleði og ham­ingja fylg­ir því þegar nýtt barn kem­ur í heim­inn. Það að sækja um fæðing­ar­or­lof get­ur þó verið stjarn­fræðilega flókið fyr­ir marga verðandi for­eldra. Ferlið er stund­um rugl­ings­legt og það er óþarfa haus­verk­ur fyr­ir verðandi for­eldra sem hafa í nógu að snú­ast. Núna er hægt að sækja um fæðing­ar­or­lof á net­inu.

Verðandi for­eldr­ar, sem eru á vinnu­markaði og sjálf­stætt starf­andi, geta nú sótt um fæðing­ar­or­lof á ein­fald­an hátt. Um­sókn­ar­ferlið fer í gegn­um is­land.is. Ný sta­f­ræn um­sókn um fæðing­ar­or­lof hef­ur síðustu miss­eri verið í vinnslu í sam­starfi við Vinnu­mála­stofn­un og er enn í stöðugri þróun. Ferlið sæk­ir sjálf­krafa öll þau gögn sem þurfa að fylgja um­sókn­inni og send­ir sjálf­krafa áfram til maka og at­vinnu­rek­anda til samþykkt­ar. Enn er unnið að þróun um­sókn­ar fyr­ir aðra hópa, ein­stak­linga sem hafa verið á at­vinnu­leys­is­bót­um eða eru að koma úr fæðing­ar­or­lofi.

Hverj­ir hafa rétt til fæðing­ar­or­lofs?

For­eldri sem er í meira en 25% starfs­hlut­falli á rétt á launuðu fæðing­ar­or­lofi í sex mánuði. Greiðslur frá fæðing­ar­or­lofs­sjóði eru tekju­tengd­ar og fær fólk 80% af meðaltali heild­ar­launa síðustu 12 mánuði. Þessu 12 mánaða tíma­bili lýk­ur sex mánuðum áður en barnið kem­ur í heim­inn.

Fólk sem á von á barni, til dæm­is 17. ág­úst 2022, þarf að gefa upp tekj­ur á tíma­bil­inu 17. mars 2021 til 17. mars 2022. Meðaltal launa fólks á þessu tíma­bili gilda í reikn­ingi til or­lofs.

Sam­kvæmt heimasíðu fæðing­ar­or­lofs­sjóðs eru lægstu greiðslur úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði fæðing­ar­styrk­ir. Fæðinga­styrk­ir eru fyr­ir for­eldra sem eru utan vinnu­markaðar eða í námi.

Fólk utan vinnu­markaðar eða í minna en 25% starfi á rétt á 87.062 kr. á mánuði í fæðing­ar­styrk. Ef fólk er í 75-100% námi fær það 199.522 kr. á mánuði í fæðinga­styrk.

Fæðing­ar­or­lof for­eldr­is í fullu or­lofi eru 80% af meðaltali heild­ar­launa. Þó aldrei hærri en 600.000 kr. á mánuði. Töl­urn­ar miðast við 2022 og er barns­haf­andi for­eldr­um bent á að klára sta­f­ræna um­sókn á und­an maka sín­um.

Heimild mbl.is

Deila á