Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn mánudaginn 13. júní kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
a) Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins síðastliðið ár
b) Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár
c) Tekin ákvörðun um árgjöld félagsmanna
d) Lagabreytingar
e) Kosning stjórnar samkvæmt 6. grein
f) Kosning félagslegra endurskoðenda samkvæmt 6. grein
g) Kosning fulltrúa á þing B.S.R.B.
h) Kosning fulltrúa í orlofs-, ferðamála- og starfskjaranefnd
- Íbúð félagsins í Sólheimum
- Greiðslur félagsmanna/sveitarfélaga í kjarasamningsbundna sjóði
- Önnur mál
Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn.
Stjórn STH