Algjör samstaða hjá verslunarmönnum VR/LÍV

Landssamband ísl. verslunarmanna stóð fyrir formannafundi í Reykjavík í gær um mótun kröfugerðar vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Mjög gott hljóð var í fundarmönnum og mikill samhljómur var meðal þeirra. Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar á aðild að LÍV og fulltrúi frá félaginu tók þátt í fundinum. Mótuð voru drög að kröfugerð sem verður til frekari skoðunar hjá aðildarfélögum LÍV áður en gengið verður frá henni endanlega. Félögin hafa tíma til 3. júní til að koma frekari athugasemdum/ábendingum á framfæri varðandi endanlega kröfugerð. Fullur vilji er til þess að kröfugerð VR/LÍV verði sameiginleg, það er að aðildarfélög LÍV fari sameiginlega fram í kjaraviðræðurnar við Samtök atvinnulífsins sem hefjast á næstu vikum og mánuðum.

Deila á