Öflugir frambjóðendur í kjöri – nýtum rétt okkar til að kjósa

Það var virkilega ánægjulegt að fá frambjóðendur frá öllum þeim framboðum sem bjóða fram lista í sveitarfélaginu Norðurþingi í heimsókn á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Reynsluboltana frá Framsókn, unga og efnilega fólkið úr forystusveit VG og Samfylkingarinnar, sameinaða sjálfstæðismenn og forystusveit M – Listans sem hefur líkt og hin framboðin sterkar skoðanir á málefnum sveitarfélagsins og hvað betur má fara í rekstrinum.  Starfsfólk stéttarfélaganna þakkar frambjóðendum fyrir komuna með ósk um gott samstarf á komandi kjörtímabili.  Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum – nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun kæru landsmenn til sjávar og sveita.

 

Deila á