Til þess að mega leggja við bryggjur Bretlands, verða ferjur að greiða starfsfólki sínu laun sem nema breskum lágmarkslaunum, að því gefnu að ný lög verði samþykkt þar að lútandi.
Þannig verður hafnayfirvöldum heimilt að vísa frá þeim sem ekki uppfylla þessi skilyrði. Ríkisstjórnin kynnti þessi áform í dag og benti á að með þeim yrði hlífðarskyldi slegið yfir tugþúsundir sjómanna.
Svar við hópuppsögn P&O
Þetta kemur i kjölfar þess að fyrirtækið P&O sagði upp átta hundruð starfsmönnum sínum á einni nóttu í mars, til þess að ráða inn erlenda verkamenn sem fá greitt langt undir lágmarkslaunum.
Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, segir aðgerðir P&O ekki í samræmi við þau grunngildi sem sjávarútvegur Breta stendur fyrr. Með þessari lagabreytingu verði send skýr skilaboð um að misnotkun á starfsfólki verði ekki liðin.
Ríkið segir að umrædd lagasetning komi til með að fylla í lagalegt tómarúm sem myndaðist milli breskra og alþjóðlegra laga, sem P&O hafi nýtt sér á óforskammaðann máta.
(Þessi áhugaverða frétt er tekin af mbl.is. Þessar reglur þarf að innleiða á Íslandi þegar í stað)