Verði að greiða lágmarkslaun til að leggja við bryggju

Til þess að mega leggja við bryggj­ur Bret­lands, verða ferj­ur að greiða starfs­fólki sínu laun sem nema bresk­um lág­marks­laun­um, að því gefnu að ný lög verði samþykkt þar að lút­andi.

Þannig verður hafna­yf­ir­völd­um heim­ilt að vísa frá þeim sem ekki upp­fylla þessi skil­yrði. Rík­is­stjórn­in kynnti þessi áform í dag og benti á að með þeim yrði hlífðarskyldi slegið yfir tugþúsund­ir sjó­manna.

Svar við hópupp­sögn P&O

Þetta kem­ur i kjöl­far þess að fyr­ir­tækið P&O sagði upp átta hundruð starfs­mönn­um sín­um á einni nóttu í mars, til þess að ráða inn er­lenda verka­menn sem fá greitt langt und­ir lág­marks­laun­um.

Grant Shapps, sam­gönguráðherra Bret­lands, seg­ir aðgerðir P&O ekki í sam­ræmi við þau grunn­gildi sem sjáv­ar­út­veg­ur Breta stend­ur fyrr. Með þess­ari laga­breyt­ingu verði send skýr skila­boð um að mis­notk­un á starfs­fólki verði ekki liðin.

Ríkið seg­ir að um­rædd laga­setn­ing komi til með að fylla í laga­legt tóma­rúm sem myndaðist milli breskra og alþjóðlegra laga, sem P&O hafi nýtt sér á óforskammaðann máta.

(Þessi áhugaverða frétt er tekin af mbl.is. Þessar reglur þarf að innleiða á Íslandi þegar í stað)

 

Deila á