Kalla eftir góðu samstarfi

Efstu menn á lista framsóknar og félagshyggju litu við hjá formanni Framsýnar í gær til að ræða komandi kosningar í Norðurþingi og helstu baráttumál listans, komist þeir til valda eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Listinn býr yfir reynslumiklu fólki í bland við nýtt fólk sem er tilbúið að takast á við krefjandi störf í þágu samfélagsins í Norðurþingi. Í máli þeirra kom fram að B – listinn leggur mikið upp úr góðu samstarfi við stéttarfélögin á komandi kjörtímabili enda fari hagsmunir sveitarfélagsins og stéttarfélaganna saman s.s. varðandi atvinnumál, flugsamgöngur, húsnæðismál, skólamál og velferðarmál. Að sjálfsögðu fagna stéttarfélögin þessari afstöðu B – listans enda hefur nokkuð skort á þetta samstarf á umliðnu kjörtímabili við meirihluta Norðurþings. Eftir góðar umræður þótti frambjóðendum B – listans við hæfi að afhenda formanni Framsýnar fyrsta fréttablaðið sem framboðið var að gefa út og kom út í gær með helstu áherslumálum framboðsins. Blaðið mun berast til kjósenda fyrir kjördag á laugardaginn.

Deila á