Útskrift leikskólaliða og stuðningsfulltrúa

Föstudaginn 29. apríl voru útskrifaðir 18 nemendur af leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú sem haldin var á vegum Þekkingarnets Þingeyinga. Nemendahópurinn lauk tveggja ára námi en brautin er skipulögð sem nám með vinnu og er námið svo kölluð brú sem er sérstaklega ætluð fólki með langa starfsreynslu og margra ára námskeiðsferil að baki. Námið hófst haustið 2020 og fengu nemendur og skipuleggjendur að finna fyrir heimsfaraldri. Loturnar voru að hluta til rafrænar og kennarar, nemendur og verkefnastjórar fengu allir Covid. Það hafðist að klára námið og aldrei þurfti að fella niður tíma og útskrifaðist hópurinn á réttum tíma. Útskriftarnemar voru mjög ánægðir með námið og telja að það muni skila sér í bættri stöðu þeirra hvað varðar aukna þekkingu og færni til að takast á við fjölbreyttari verkefni.

Á myndinni er hópurinn ásamt Þóri Aðalsteinssyni og Anítu Jónsdóttur kennurum og Ingibjörgu Benediktsdóttir verkefnastjóra símenntunarsviðs. Stéttarfélögin óska þessum frábæru útskriftarnemum, sem flestir eru í Framsýn og Starfsmannafélagi Húsavíkur, til hamingju með árangurinn.

 

Deila á