Framsýn tekur á móti flóttafólki

Það getur enginn setið hjá þegar horft er til hörmunganna í Úkraínu þar sem stríðsglæpamaður í byssuleik heldur heilli þjóð í heljargreipum með skelfilegum afleiðingum. Þjóðir heims verða að koma íbúum Úkraínu sem eru á flótta til aðstoðar.

Hvað það varðar hefur Framsýn stéttarfélag komið á framfæri hörðum mótmælum við rússneska sendiráðið. Félagið hefur jafnframt samþykkt að leggja söfnun Rauða krossins á Íslandi til fjármagn til stuðnings flóttafólkinu. Til viðbótar má geta þess að Framsýn hefur ákveðið að leggja flóttafólki frá Úkraínu til íbúð á vegum Framsýnar í gegnum hjálparsamtök. Það var vel við hæfi að mæðgur með lítið barn á flótta frá Úkraínu flytu inn í eina af íbúðum félagsins á höfuðborgarsvæðinu á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Framsýn hvetur jafnframt önnur stéttarfélög til að bregðast við þessum hörmungum með því að leggja sitt að mörkum til að aðstoða flóttafólk sem leitar til Íslands í skjól undan byssukúlum.

 

 

Deila á