Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni stóð Stefna félag vinstri manna á Akureyri fyrir morgunfundi 1. maí á Hótel KEA. Ræðumaður dagsins var formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Auk þess var boðið upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi, söng, upplestur og þá flutti Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður ávarp þar sem hann kom m.a. inn á mikilvægi samstöðunnar í íslenskri verkalýðsbaráttu. Vel var mætt á fundinn sem fór vel fram í alla staði.