Frambjóðendur VG í Norðurþingi heilsuðu upp á starfsmenn stéttarfélaganna í dag ásamt forsætisráðherra, tveimur þingmönnum og starfsmönnum/aðstoðarmönnum þeirra. Góðar umræður urðu um framboðsmál og áherslur Framsýnar í byggða- og atvinnumálum á félagssvæðinu. Aldey, Ingibjörg og Halldór Jón fara fyrir lista VG í Norðurþingi. Þau ætla sér stóra hluti í komandi kosningum á laugardaginn. Þá var virkilega ánægjulegt að fá Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra í heimsókn ásamt þingmönnunum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Bjarna Jónssyni. Fyrir nokkru var formaður Framsýnar gestur á fundi frambjóðenda Framsóknarfloksins. Rétt er að ítreka að frambjóðendur allra flokka eru ávallt velkomnir í heimsókn enda leggja stéttarfélögin upp úr góðu samstarfi við kjörna sveitarstjórnarmenn og þingmenn á hverjum tíma.