Það er töff að vera í öflugu stéttarfélagi

Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman í morgun til að úthluta styrkjum úr sjóðnum til félagsmanna fyrir aprílmánuð. Samtals bárust tæplega 150 umsóknir frá félagsmönnum um styrki fyrir mánuðinn.  Um er að ræða styrki vegna m.a. sjúkradagpeninga, fæðingarstyrks, sálfræðiaðstoðar, sjúkraþjálfunar, heilsurækt og vegna kaupa á heyrnatækjum og gleraugum. Samtals er upphæðin upp á 8.000.000,-. Já það borgar sig að vera í einu öflugasta stéttarfélagi landsins.

Deila á