ASÍ-UNG fundar í Hvalfirði

Nú stendur yfir Fræðslu- og tengsladagar á vegum ASÍ-UNG  á Icelandair Hótel Hamri, í Borgarfirði. Málefni ungs fólks í verkalýðshreyfingunni verða til umræðu þessa tvo daga það er 28. – 29. apríl. Framsýn á frábæra fulltrúa á fundinum, þetta eru þær Sunna Torfadóttir og Guðmunda Steina Jósefsdóttir sem báðar eru stjórnarmenn í Framsýn-ung. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þær fóru suður á fundinn í gærmorgun frá Skrifstofu stéttarfélaganna.

 

Deila á