Formaður Framsýnar gerði sér ferð á dögunum til að funda með starfsmönnum Nettó á Húsavík. Fundurinn var málefnalegur og góður. Umræður urðu um starfsumhverfi starfsmanna almennt í verslunum og álagið sem verið hefur á starfsmönnum á Covid tímum. Á krefjandi tímum hafa starfsmenn gert sitt besta til að þjóna viðskiptavinnum um leið og þeir hafa þurft að fara varlega vegna heimsfaraldursins til að verja sig og viðskiptavini. Vissulega hafa starfsmenn þurft að takast á við alls konar aðstæður sem vonandi séð fyrir endann á nú þegar Covid er á undanhaldi sem betur fer. Síðan er að sjálfsögðu mikilvægt að viðskiptavinir verslana almennt, sýni starfsmönnum sjálfsagða kurteisi.