Gestur á fundi Framsóknar sem ætlar sér stóra hluti í vor

Framsókn ætlar sér stóra hluti í næstu sveitarstjórnarkosningum í Norðurþingi. Líkt og önnur framboð í sveitarfélaginu hafa framsóknarmenn unnið að því að setja saman stefnuskrá flokksins fyrir næsta kjörtímabil. Að þeirra sögn hefur vinnan við stefnuskránna gengið mjög vel. Liður í gagnaöflun var að bjóða formanni Framsýnar á fund til að ræða atvinnumál, velferðarmál  og það sem betur má fara í samfélaginu. Hvað það varðar var víða komið við enda hefur formaður sterkar skoðanir á málefnum sveitarfélagsins. Fundurinn var bæði málefnalegur og gagnlegur fyrir fundarmenn. Það er til mikillar fyrirmyndar þegar stjórnmálaflokkar leita til Framsýnar eftir samræðum um málefni sveitarfélagsins. Að sjálfsögðu er í boði að senda fulltrúa frá Framsyn á fundi hjá öðrum stjórnmálaöflum sem bjóða fram í Norðurþingi verði eftir því leitað.

Deila á