Framleiða rafeldsneyti á Bakka

Vetni og ammóníak eru lausn á loftslagsvanda heimsins segir Sigurður Ólason í frétt í Morgunblaðinu/mbl.is.

Í ljósi mark­miða rík­is­stjórn­ar­inn­ar um kol­efn­is­hlut­laust Ísland óháð jarðefna­eldsneyti árið 2040 verður að hraða und­ir­bún­ingi að fram­leiðslu ra­feldsneyt­is eins og vetn­is og ammoní­aks að mati Sig­urðar Ólason­ar, fram­kvæmda­stjóra Green Fuel. Slíkt eldsneyti sé lyk­il­atriði í orku­skipt­un­um. Fyr­ir­tækið stefn­ir að bygg­ingu fyrstu stórskala ra­feldsneytis­verk­smiðju lands­ins á Bakka við Húsa­vík.

Mik­ill meðbyr

Sig­urður seg­ist í sam­tali við Morg­un­blaðið finna fyr­ir mikl­um áhuga og meðbyr. „Green Fuel mun fram­leiða vetni og amm­óní­ak, sem bæði eru al­ger­lega kol­efn­is­laus í fram­leiðslu og notk­un. Þess­ar tvær teg­und­ir ra­feldsneyt­is eru því lausn á lofts­lags­vanda heims­ins og munu stuðla að því að Ísland upp­fylli ákvæði Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins varðandi minnk­un kol­efn­isút­blást­urs. Til dæm­is væri það mik­ill kost­ur ef kaup­skipa- og fiski­skipa­flot­inn næði að skipta úr díselol­íu yfir í ra­feldsneyti,“ seg­ir Sig­urður.

Amm­óní­akið sem Green Fuel hyggst fram­leiða myndi duga til að knýja þriðjung ís­lenska fiski­skipa­flot­ans að sögn Sig­urðar. Auk þess mun Green Fuel fram­leiða vetni í fljót­andi formi sem er álit­leg­ur orku­gjafi fyr­ir þunga­flutn­inga og inn­an­lands­flug á Íslandi.

(Þessi áhugaverða frétt er tekin af vefnum mbl.is)

Deila á