Viðræður um stofnanasamning halda áfram

Á morgun þriðjudag munu fulltrúar frá Starfsgreinasambandi Íslands og Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarði og Þjóðgarðinum á Þingvöllum halda áfram viðræðum um gerð stofnanasamnings skv. 11. kafla kjarasamnings fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Starfsgreinasambands Íslands sem undirritaður var 6. mars 2020. Fundurinn fer fram í Reykjavík. Formaður Framsýnar tekur þátt í þessum viðræðum enda hópur félagsmanna sem fellur undir þennan stofnanasamning. Mikill vilji er til þess meðal samningsaðila að klára gerð samningsins á næstu vikum. Vonandi tekst það.

Deila á