Launahækkanir 1. apríl – nýjar launatöflur

Búið er að uppfæra flestar launatöflur á heimasíðu stéttarfélaganna fyrir félagsmenn aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna. Verkið verður endanlega klárað strax eftir páska en unnið er að því að klára uppfærsluna sem tekur mið af hagvaxtaraukanum sem kom til 1. apríl og leggst við gildandi launatöflur. Afar mikilvægt er að félagsmenn stéttarfélaganna fylgist vel með því að hagvaxtaraukinn skili sér til þeirra við næstu útborgun. Launatöflur hækkuðu um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí.

Deila á