Hátíðardagskrá 1. maí 2022 – allir í höllina

Að venju standa stéttarfélögin fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík sunnudaginn 1. maí kl. 14:00 þar sem þingeyskir listamenn verða í aðalhlutverki. Boðið verður upp heimsins bestu vöfflur með kaffinu, meðan á dagskránni stendur.

Dagskrá:

Ávarp: Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar stéttarfélags

Hátíðarræða: Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags

Söngur og grín: Stefán Jakobsson tekur lagið og grínast með eins og honum einum er lagið

Tónlistaratriði: Einar Óli tekur frumsamin og þekkt lög eftir aðra listamenn

Tónlistaratriði: Jónas Þór og Arnþór verða á léttu nótunum og taka nokkur lög og reita af sér brandara

Tónlistaratriði: Tónasmiðjan býður til veislu. Hópur flytjenda á ýmsum aldri, spila og syngja lög sem fylgt hafa okkur í gegnum tíðina og notið mikilla vinsælda

 

Systkinin Elísabet Helgadóttir og Kristján Helgason flytja Maístjörnuna í upphafi hátíðarinnar.

Þingeyingar og landsmenn allir, fjölmennum í höllina og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2022. Samtakamátturinn hefur aldrei skipt meira máli en um þessar mundir.

Framsýn stéttarfélag – Þingiðn – Starfsmannafélag Húsavíkur

Deila á