Seðlabankinn svarar Framsýn

Framsýn gerði á dögunum athugasemdir við  framkvæmd hæfismats fjármálaeftirlitsins á stjórnarmönnum lífeyrissjóða m.a. hvað varðar munnleg hæfismöt og hertar kröfur til hæfis stjórnarmanna. Fjallað var um málið á heimasíðu Framsýnar og í framhaldi af því fjölluðu fjölmiðlar um málið, sem vakti töluverða athygli. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð eftirlitsins, sem virðist gera allt til að útiloka almenna sjóðfélaga til að taka þátt í stjórnum lífeyrissjóða. Hvað það varðar er orðið mjög erfitt að fá fólk til að taka að sér stjónarstörf fyrir lífeyrissjóði. Fjölmargir hafa séð ástæðu til að þakka Framsýn fyrir að taka málið  upp til umræðu s.s. stjórnarmenn í lífeyrissjóðum, lögfræðingar og atvinnurekendur. Þá hefur framkvæmdarstjórn Starfsgreinasambandsins ályktað um málið, auk þess sem forseti ASÍ hefur látið sig málið varða.  Fjármálaeftirlitið hefur nú svarað bréfi Framsýnar og ber þar af sér allar sakir og segja eingöngu um eðlileg vinnubrögð að ræða við hæfismat á fulltrúum í stjórnir lífeyrissjóða.

 

Deila á