Mikilvægt að skoða yfirlit og launaseðla

Á stjórnar og trúnaðarráðsfundi Framsýnar í gær urðu m.a. umræður um launaseðla sem í flestum tilvikum eru orðnir rafrænir og yfirlit um séreignasparnað félagsmanna sömuleiðis. Því miður hefur borið á því að launaseðlar séu rangir, atvinnurekendur gleymi t.d. að nýta persónuafslátt viðkomandi starfsmanna og launin séu jafnvel ekki reiknuð rétt út samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Þá hefur einnig borið á því að kjarasamningsbundinn séreignasparnaður sé ekki að skila sér til vörsluaðila sem í flestum tilfellum eru lífeyrissjóðir og/eða fjármálastofnanir. Því var ákveðið á fundinum að minna félagsmenn á mikilvægi þess að þeir fylgist vel með sínum málum er varðar kjör þeirra og önnur réttindi.

Deila á