Samningur undirritaður vegna starfsmanna við hvalaskoðun

Í gær var skrifað undir nýjan sérkjarasamning milli Framsýnar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins vegna fyrirtækja sem starfa við hvalaskoðun frá Húsavík. Viðræðurnar fóru fram í Reykjavík og hafa staðið yfir nokkuð lengi með hléum. Það voru þeir Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar og Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins sem skrifuðu undir samninginn. Í samningnum er tekið á öllum helstu atriðum sem viðkoma hvala- og fuglaskoðun á vegum fyrirtækjanna á Húsavík. Þá er einnig kveðið skýrt á um að þeir sem starfa í landi við miðasölu taki mið af kjörum Landssambands íslenskra verslunarmanna  og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að. Samningurinn um hvalaskoðun er þegar kominn inn á heimasíðu Framsýnar, undir sérkjarasamningar.

Deila á