Félagsmenn í leikhús á sérkjörum stéttarfélaganna

Stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á afsláttarkjör fari þeir á leikritið BAR-PAR sem verður í Eurovision safninu á Húsavík miðvikudaginn 20. apríl. Miðarnir verða til sölu á tix.is. Stéttarfélögin endurgreiða félagsmönnum kr. 1.000 af miðanum framvísi þeir kvittun á Skrifstofu stéttarfélaganna. Fullt verð er kr. 3.300,-.

Um Bar-par:
Sambönd para eru allskonar: Samrýmd, einmana, ástrík, þrautseig, kómísk og dramatísk. Öll birtast þau annað slagið á barnum. Gaman drama þar sem við fáum að skyggnast inn í líf fólks á pöbbnum eina kvöld stund. Um er að ræða frábært leikrit.

Um Leikfjelagið:
Halldóra & Arnfinnur hafa bæði lengi verið virk í Leikfélagi Kópavogs. Þau tóku bæði U-beygju í lífinu og fóru í nám í leiklist og stofnuðu Leikfjelagið sf, að námi loknu. Bar-par er fyrsta verkið sem Leikfjelagið setur upp. Það var alltaf markmið að leyfa sem flestum að njóta og því kom ekkert annað til greina en að gera farandsýningu. Lifi leiklistin!

 

Deila á