Vilhjálmur Birgisson var kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins sem fram fór á Akureyri í síðustu viku. Þá hlaut Guðbjörg Kristmundsdóttir kosningu sem varaformaður.
Tíu buðu sig fram í framkvæmdastjórn sambandsins en sjö fulltrúar náðu kjöri sem aðalmenn.
Eftirtaldir voru kosnir í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins:
Aðalmenn:
Aðalsteinn Árni Baldursson, Framsýn stéttarfélag
Anna Júlíusdóttir, Eining-Iðja
Eyþór Þ. Árnason, Verkalýðsfélagið Hlíf
Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélag Suðurlands
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, AFL Starfsgreinafélag
Ragnar Ólason, Efling stéttarfélag
Þórarinn Sverrisson, Aldan stéttarfélag
Varamenn í framkvæmdarstjórn eru eftirfarandi:
- Varamaður: Guðný Óskarsdóttir, Drífandi stéttarfélag
2. Varamaður: Vignir Maríasson, Verkalýðsfélag Snæfellinga
3. Varamaður: Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur
4. Varamaður: Ástþór Jón Ragnheiðarson, Verkalýðsfélag Suðurlands
5. Varamaður: Fabio Ronti, Efling stéttarfélag