Þrjár góðar á þingi BSRB

Framhaldsþing BSRB fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í síðustu viku, það er dagana 24.-25. mars. Um var að ræða framhald á 46. þingi bandalagsins sem var sett í lok september á síðasta ári en vegna sóttvarnartakmarkana var hluta þingsins frestað. Á þinginu í haust var meðal annars fjallað um skýrslu stjórnar, lagabreytingar samþykktar auk þess sem ný stjórn var kjörin.

Sá dagskrárhluti sem stóð eftir snýr að stefnumótunarvinnu bandalagsins en allt starf BSRB grundvallast á þeirri stefnu sem mótuð er á þingum bandalagsins. Stefnumótunarvinnan fór fram í fimm málefnahópum sem meira en 200 þingfulltrúar komu að. Nánari upplýsingar um þingið má nálgast inn á heimasíðu BSRB. Þrír fulltrúar voru frá Húsavík á þinginu. Það voru þær Fanney Hreinsdóttir og Hermína Hreiðarsdóttir frá Starfsmannafélagi Húsavíkur og Jóna Matthíasdóttir frá Sameyki.

 

Deila á