Vinnumiðlun í boði – hefur þú skoðað Starfatorg?

Fyrirtækjum og stofnunum stendur til boða að auglýsa á heimasíðu stéttarfélaganna eftir starfsfólki til starfa undir Starfatorg. Með því að senda auglýsingu á netfangið framsyn@framsyn.is mun auglýsingin birtast undir Starfatorg.

Jafnframt geta almennir félagsmenn stéttarfélaganna sem eru í atvinnuleit sent inn skilaboð á framsyn@framsyn.is um að þeir séu að leita sér að tilteknu starfi eða störfum. Auglýsingin frá þeim mun birtast á Starfatorg.

Með þessu framtaki vilja stéttarfélögin aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að miðla lausum störfum út í samfélagið. Félagsmenn stéttarfélaganna geta jafnframt komið því á framfæri að þeir séu í atvinnuleit með því að senda inn skilaboð á framsyn@framsyn.is.

Deila á