Þingi verslunarmanna lokið

32. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna telur að meginviðfangsefni komandi kjarasamninga verði að viðhalda þeim kaupmætti sem náðist í Lífskjarasamningnum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun um kjaramál sem samþykkt var á þingi sambandsins sem fram fór á Hótel Hallormsstað fyrir helgina. Helstu málefni þingsins voru komandi kjaraviðræður og húsnæðismál. Jónína Hermannsdóttir var fulltrúi Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar á þinginu auk þess sem hún var ritari þingsins ásamt öðrum fulltrúa frá verslunarmönnum í Skagafirði.

Hér má finna allar ályktanir þingsins.

Deila á