81% svarenda telja að VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafi mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag samkvæmt viðhorfskönnun Maskínu sem gerð var í febrúar.
Í sömu könnun kom fram að 26% aðspurðra þekkja vel til VIRK, 39% þekkja í meðallagi til VIRK en 35% þekkja illa til starfsemi starfsendurhæfingarsjóðsins.