Samningum miðar vel

Fulltrúar Framsýnar hafa fundað reglulega með Samtökum atvinnulífsins vegna endurnýjunar á sérkjarasamningi fyrir starfsmenn við hvalaskoðun á Húsavík. Nú þegar Covid er á niðurleið eru miklar lýkur á því að ferðamenn fari að flykkjast aftur til Húsavíkur í hvalaskoðun enda staðurinn heimsfrægur fyrir sínar hvala- og fuglaskoðunarferðir um Skjálfanda. Miðað við stöðuna í dag reiknar formaður Framsýnar að skrifað verði undir nýjan samning upp úr næstu helgi. Starfsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna hafa krafist þess að nýr samningur liggi fyrir þegar vertíðin fer á fullt með vorinu.

Deila á