Framsýn styður við Tónkvíslina

Framhaldsskólin á Laugum hefur haldið úti öflugu skóla- og félagslífi. Hvað félagslífið varðar hafa nemendur skólans staðið fyrir Tónkvíslinni undanfarin ár sem í ár verður haldinn í íþróttahúsinu á Laugum þann 19. mars. Full ástæða er til að hvetja fólk til að mæta á svæðið og upplifa stemninguna. Keppninni verður steymt inn á youtube síðu skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Nemendafélaginu verða tólf atriði úr Framhaldskólanum á Laugum og fimm atriði úr grunnskólum á svæðinu.  Verðlaun fyrir að vinna í framhaldsskólakeppninni er tími í upptökustúdíói, gjafabréf og gjafir frá ýmsum fyrirtækjum. Einnig verða verðlaun fyrir annað og þriðja sæti og fyrsta sæti í grunnskólakeppninni. Gjafabréfin eru mörg og vegleg. Þess má geta að Framsýn kemur að því styrkja samkomuna í ár.

 

Deila á