Framsýn samþykkir fjárstuðning til flóttafólks frá Úkraínu

Stjórn Framsýnar telur sig ekki getað setið hjá hvað varðar þær hörmungar sem eiga sér stað í Úkraínu. Félagið hefur þegar ákveðið að leggja til eina íbúð undir flóttafólk frá Úkraínu og fleiri  komi til þess að þörfin verði meiri fyrir íbúðir auk þess að styrkja hjálparstarf vegna flóttafólks frá Úkraínu um eina evru fyrir hvern félagsmann eða um kr. 300.000,-.

Stjórn Framsýnar skorar jafnframt á önnur stéttarfélög  að koma líkt og félagið að verkefninu með fjárstuðningi og láni á orlofsíbúðum. Að mati stjórnar er það ekki í boði að stéttarfélög eða önnur hagsmunasamtök sitji hjá á ófriðartímum sem þessum.

 

Deila á