Framsýn lánar íbúð til flóttafólks frá Úkraínu

Stjórn Framsýnar hefur ákveðið að taka eina íbúð félagsins í Reykjavík úr umferð með það að  markmiði að lána hana endurgjaldslaust til flóttafólks frá Úkraínu sem á um sárt að binda og flúið hefur til Íslands í leit að öryggi. Þá samþykkti stjórnin að opna á frekara aðgengi flóttafólks að íbúðum félagsins Reykjavík/Kópavogi þurfi þess með á þessum ömurlegu tímum.

 

Deila á