Sjálfkjörið í stjórn og trúnaðarráð Framsýnar

Nú liggur fyrir að sjálfkjörið er í stjórn og trúnaðarráð Framsýnar og reyndar líka í aðrar trúnaðarstöður í félaginu fyrir næsta kjörtímabil sem eru tvö ár frá næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður í vor. Frestur til að skila inn tillögum um félagsmenn í trúnaðarastöður rann út um síðustu mánaðamót. Uppstillinganefnd félagsins kom saman til fundar í janúar og stillti upp lista fyrir komandi kjörtímabil. Tillagan var auglýst í síðasta Fréttabréfi stéttarfélaganna og á heimasíðu félagsins, stilla þurfti í um sjötíu embætti innan félagsins.  Heimasíðan vill nota tækifærið og óska öllu því frábæra fólki sem hefur samþykkt að taka að sér störf fyrir félagið kjörtímabilið 2022-2024 til hamingju. Hvað það varðar má geta þess að mikill áhugi er meðal félagsmanna að starfa fyrir félagið.

Aðalseinn Árni og Ósk Helgadóttir hafa farið fyrir öflugu starfi Framsýnar undanfarin ár. Félagssvæðið er stórt eða um 18% af landinu. Vinnustaðaheimsóknir um félagssvæðið geta því tekið nokkra klukkutíma og því þurfa starfsmenn félagsins stundum að nesta sig í lengri ferðirnar. Hér má sjá þau Ósk og Aðalstein Árna hvílast á ferð þeirra til landvarða sem voru við störf á hálendinu. Með þeim í för var Jónas Kristjánsson formaður Þingiðnar sem einnig hefur verið endurkjörinn sem formaður félagsins til næstu tveggja ára.   

Deila á
Hermann Finnbjörnsson Fréttir